Freyja Eilíf is a visual artist born in 1986 and based in Reykjavík, Iceland and the owner & director of the Museum of Perceptive Art in Reykjavík. She earned a Bachelor of Fine Arts in 2014 from the Iceland Academy of the Arts and has exhibited her own work widely in Iceland and internationally in Germany, Denmark, Sweden, Norway, Finland, Estonia, U.K. & U.S.
Freyja Eilíf’s work explores ideas from post-internet, post-humanism and mystical sciences, through operations of visual manifestations into other realms of existence. In this process, Eilíf has developed an intimate relationship with her own software. She uses the mind as a tool to examine different contingencies, in addition to various mediums such as, video, installation, sculpture and painting that document sensorial experiences from multiple dimensions. These mixed media works are frequently site specifically installed, as an attempt to create harmony between the renderings perceived at each time.
Freyja Eilíf útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2014 og stofnaði sama ár Ekkisens, sýningarými sem hún hefur starfrækt í Þingholtunum í Reykjavík allt síðan. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi frá útskrift og sýnt víða um Ísland sem og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi.
Freyja Eilíf vinnur myndlist til að framkalla myndir frá leiðslum inn af ólíkum vitundarsviðum og notar eigin hugbúnað sem verkfæri til að skoða ýmis óvissufræði. Hún vinnur verk í blandaða miðla og skapar uppsetningar staðbundið inn í hvert rými til að skapa samhljóm við þá skynjun sem hún fæst við hverju sinni. Listræn rannsókn Freyju á þessum slóðum er innblásin af post-interneti & post-húmanísma í listum, hugvísindum og dulvísindalegum fræðum.
[artist statement]
Ég trúi á heilaga list, almáttuga
listgáfuna og sköpunarkraft hugar og handa.
Ég trúi á heilaga list, gjöfula arfleifð hennar og innblástur
sem getinn er af listrænum anda. Fædd af andagift alheims,
pínd í úthlutun listamannalauna og niðurlægð, dáin og grafin.
Sem sígur niður í lágmenninguna en rís eins og ekkert sé
aftur upp til hins háleita og mun þaðan líta niður og dæma listunnendur
og andófsmenn. Ég trúi á listrænan anda, hið heilaga ríkisrekna sýningarrými, samfélag útvaldra, fyrirgefningu fúsksins,
upprisu nafns míns og eilíft líf.
I believe in Art, the gift of Art almighty
and man’s artistic power. I believe in Art, it’s generous heritage
and Inspiration conceived by the spirit of creational power.
Born of Cosmic Brainstorm, suffered under the allocation
of artist’s grants, humiliated, died and was buried.
Thus it descends to low culture but rises up again to the sublime
from where it glances down to judge both friends and foes.
I believe in the spirit of Art, the public state gallery,
society of chosen ones, forgiveness of blunder,
the resurrection of my name and life everlasting.
______________________________________________
V I Ð T Ö L ///////////////// I N T E R V I E W S
______________________________________________
Fréttablaðið, Apríl 2021
Listamenn eru í raun spámenn / Artists are prophets in their practice
The Reykjavík Grapevine, Nóvember 2019
Come into Exxistenz: Freyja Eilíf opens a Museum of Perceptive Art
______________________________________________